Navigated to #84 - Reiðilestur frá Bogdan ýtti Arnari yfir í golf

#84 - Reiðilestur frá Bogdan ýtti Arnari yfir í golf

November 4
1h 7m

Episode Description

Við fengum frábæran gest í Seinni níu þessa vikuna þegarArnar Már Ólafsson, golfkennari og frumkvöðull í golfkennslu, kom í heimsókn til okkar. Arnar ræddi við okkur um golf í yfir klukkustund en hann er einn færasti golfkennari landsins og hefur þjálfað marga af bestu kylfingum Íslands.

Í þættinum fer Arnar aðeins fyrir ferilinn í golfkennslu enhann er nýlega kominn aftur heim til Íslands eftir langa dvöl í Þýskalandi. Arnar segir okkur frá því að hann hafi þurft að fara erlendis að þjálfa enda fáir í golfkennarafaginu hér heima á þeim tíma. Tímarnir hafa svo sannarlega breyst enda er sannkölluð golfsprengja í gangi á Íslandi.

Arnar er nýlega byrjaður að spila golf af krafti á nýjanleik og er það ekki síst fyrir tilstilli nýrrar tækni í hugbúnaðinum ELVA Golf sem Arnar hefur tekið þátt í að þróa. Með þeirri tækni gat Arnar farið að þjálfa sjálfan sig en ELVA Golf er nákvæm sveiflumæling án skynjara sem hefurvakið athygli á heimsvísu. Arnar útskýrir aðeins fyrir okkur þessa nýju tækni sem er almenningi aðgengileg.

Í þættinum velur Arnar Már draumahollið. Við fáum skemmtilegan topplista þar sem Arnar velur bestu kylfinganna sem hann hefur þjálfað á ferlinum.

Mjög skemmtilegt og fróðlegt spjall við einn bestagolfkennara landsins. Arnar segir okkur jafnframt frá örlagaríku atviki sem varð þess valdandi að hann hætti í handbolta og lagði áherslu á golfið. Handboltaþjálfarinn Bogdan Kowalczyk og heilahristingur kemur þar við sögu.

See all episodes

Never lose your place, on any device

Create a free account to sync, back up, and get personal recommendations.