Episode Description
Við fáum frábæran gest í Seinni níu. Það er útvarpskonanHrafnhildur Halldórsdóttir sem kom í heimsókn til okkar en flest okkar ættu að kannast við rödd hennar úr Síðdegisútvarpinu á Rás2.
Hrafnhildur hóf að leika golf fyrir um 20 árum og varð alvegheilluð af golfíþróttinni. Svo heilluð að hún hefur leikið alla golfvelli á Íslandi. Það tókst henni í sumar með því að ferðast ásamt eiginmanni sínum á húsbíl um landið með það að markmiði að spila þá golfvelli sem varð á vegi þeirra.
Í þættinum fáum við Hrafnhildi til velja topplista yfirbestu níu holu golfvelli landsins sem hún hefur spilað. Þar koma margir stórskemmtilegir vellir við sögu. Hrafnhildur velur einnig draumahollið og svo mælir hún sérstaklega með því að leika golf í Þýskalandi og Austurríki.
Við komum víða við í þættinum og Hrafnhildur segir okkur frá því að Írinn Shane Lowry sé hennar uppáhalds kylfingur. Frábær þáttur!
